Ófilteruð extra virgin ólífuolía.
Frantoia olían er ófilteruð, léttgruggug af ólífuhrati og ótrúlega bragðgóð. Hún er með allra besta „áleggi“ á brauð, en hentar einnig vel á fiskrétti, osta, súpur, salöt og í dressingar. Ávaxtakennd með léttu möndlueftirbragði.