

1894 ~ Upphafið
Barbera fjölskyldan frá Menfi á Suðvestur-Sikiley flytur til höfuðborgarinnar Palermo. Lorenzo Barbera stofnar Società degli Oleifici Siciliani sem síðar verður Premiati Oleifici Barbera.
1900 ~ Gullverðlaun
Lorenzo er falið að koma fram fyrir hönd Sikileyjar á heimssýningunni í París, þar sem Barbera olían vinnur gullverðlaun. Í kjölfarið koma gullverðlaun á heimssýningunum 1904 í St. Louis og 1906 í heimaborginni Palermo.
1910 ~ Olía í glerflöskum
Manfredi Barbera er tekinn við, og fær þá hugmynd að setja olíuna á sömu flöskur og Marsala vínið sem er framleitt í bæ á vesturströndinni. Núna varð mögulegt að flytja olíu heimshorna á milli á öruggan hátt.
1930 ~ Kreppan og ofurstinn
Fyrirtækið fór í gegnum erfiða tíma á þessum árum, eins og svo mörg önnur. En Manfredi rak fyrirtækið með heraga, og fékk viðurnefnið colonnello, Manfredi ofursti.



1935 ~ Frá Sikiley til Brooklyn...
Frank Arthur Cassata var rúmlega tvítugur og bjó í Brooklyn, New York. Hann var sonur innflytjenda frá Sikiley, Salvatore frá Alia, og Serafina frá Corleone. Þau komu til Bandaríkjanna sem unglingar árið 1904, og eins og venjan var tóku þau upp ný nöfn, Samuel og Sarah Cassata.
1948 ~ ...til Íslands
Frank starfaði fyrir herinn í stríðinu, og var sendur bæði til Grænlands og Íslands. Eftir stríðið hélt hann tengingu við Ísland. Áslaug Kjartansdóttir var á þessum tíma í námi í New York, og kynntist Frank í áramótafögnuði Íslendingafélagsins í New York. Hann elti hana til Íslands.
1970 ~ Ný kynslóð
Lorenzo "Renzino" Barbera, þriðja kynslóð fyrirtækisins er tekinn við. Palermo vex hratt á þessum tíma, á kostnað gamalgróinna býla eins og Villa Barbera, elsta ólífutré fjölskyldunnar er eitt fórnarlambanna.
Lorenzo № 3 er sköpunarverk Renzino.


1990 ~ Sikiley til Íslands
Frank hefur nú staðið í innflutningi á ýmsum matvörum frá Sikiley og Ítalíu um árabil. Þar má helst nefna Parmiggiano Reggiano ost sem hann kynnti fyrstur fyrir Íslendingum
Fljótlega bætist Marsala vínið frá Sikiley við úrvalið, sem fyrirtækið flytur ennþá inn, og er ómissandi í ítalska matargerð. Síðan ólífuolía frá Barbera fjölskyldunni, og ýmislegt góðgæti sem Frank hafði áhuga á.
2000 ~ Manfredi Barbera
Manfredi Barbera, 4. kynslóð, er tekinn við. Hann kynnir til leiks nýjungar eins og Frantoia olíuna og hina einstöku Lorenzo № 5, nefnda eftir syni sínum sem tekur við fyrirtækinu í fyllingu tímans, samkvæmt nú gamalli hefð.


Til framtíðar
Barbera er elsta olíuframleiðsla í heimi sem enn er rekin af upprunalegum eigendum. Lorenzo og Carlo eru þegar komnir í þjálfun og spenntir að taka við af Manfredi.
Barbera Ísland
Sonur og sonarsonur Franks standa ennþá fyrir innflutningi á Sikileyskum vörum til Íslands, og halda þannig í heiðri tengingu sinni við „gamla landið“