Skilmálar
Skilaréttur og endurgreiðslur
Vörum í óopnuðum og söluhæfum pakkningum má skila gegn endurgreiðslu innan 30 daga frá afhendingu. Sendingargjöld fást ekki endurgreidd nema um ranga afgreiðslu af hálfu söluaðila sé að ræða.
Afhending pantana
Sendar pantanir
Pantanir sem berast fyrir kl. 12 á virkum dögum, eru afgreiddar til Dropp í lok sama dags. Að jafnaði berast þær á afhendingarstað 0-2 virkum dögum eftir pöntun. Eftir að pantanir fara frá okkur eru þær á ábyrgð Dropp, og vísum við til þeirra skilmála.
Sóttar pantanir
Pantanir sem óskast sóttar á vörulegar, og berast fyrir kl. 12 á virkum dögum, eru tilbúnar til afhendingar eftir kl. 14. Oft er þó hægt að afhenda pantanir hraðar, og ef þér liggur á geturðu hringt í síma 551-5960 eftir að þú hefur lagt inn pöntun, og óskað eftir flýtiafgreiðslu.
Frávik á lagerstöðu
Verði mistök í lagerskráningu, og vara seld sem ekki er fyrirliggjandi á lager, verður viðskiptavinur upplýstur um það svo fljótt sem verða má, og endurgreitt að fullu án tafar.
Ábyrgðaraðili
Barbera Ísland er í eigu Kísils ehf., Smiðjuvegi 4a, 200 Kópavogi. Kennitala 701294-7859.
Um önnur atriði sem ekki er sérstaklega getið hér að ofan, gilda lög um neytendakaup (lög nr.48/2003) og lög um lausafjárkaup (lög nr.50/2000).