Ólífuolía, 'Extra Virgin'
500ml.
Lorenzo № 5 er einstaklega bragðmild og mjúk olía, kaldpressuð úr handtíndum Nocellara del Belice ólífum sem vaxa í hlíðum vestur-Sikileyjar. Hún er ein af fáum ólífuolíum í heiminum sem er pressuð án steina sem gefur henni einstakan karakter.
Hún er mild og flauelsmjúk á bragðið, laus við allan rammleika.
Hentar alls staðar þar sem olíu er þörf; til matargerðar, baksturs eða yndisauka með hverskonar mat. Þykir þó sérlega góð með fiski.